Fótbolti

Zlatan fór frá United vegna tapsins gegn Sevilla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan Ibrahimovic vann Evrópudeildina með United síðasta vor. Hann hefur hins vegar ekki náð að vinna Meistaradeild Evrópu
Zlatan Ibrahimovic vann Evrópudeildina með United síðasta vor. Hann hefur hins vegar ekki náð að vinna Meistaradeild Evrópu Vísir/Getty
Læknir Zlatan Ibrahimovic segir Svíann hafa yfirgefið Manchester United vegna þess að félagið datt úr Meistaradeild Evrópu, ekki vegna meiðsla.

Hinn 36 ára Zlatan meiddist illa á hné í lok síðasta tímabils og fór frá United síðasta vor. Hann snéri síðan aftur á Old Trafford í haust og spilaði sinn fyrsta leik á nýju tímabili í nóvember.

Eftir að hafa aðeins spilað í fimm leikjum í úrvalsdeildinni yfirgaf Zlatan herbúðir United í síðustu viku og skrifaði undir hjá LA Galaxy.

Freddie Fu Ho-Kueng, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á hné Zlatan, segir meiðslin ekki hafa verið ein af ástæðum þess að Zlatan fór til Bandaríkjanna.

„Hann vildi fara til baka og sjá hvort hann gæti unnið fleiri titla, þá sérstaklega Meistaradeildina. Eftir að United tapaði fyrir Sevilla held ég að hann hafi hugsað ða nú væri þetta búið,“ sagði Fu í viðtali við kínverska fjölmiðla.

„Líkamlega er hann í mjög góðu standi. Við erum mjög reglulega að skoða ástandið á honum og hann hefur komið til baka mjög vel. Ég myndi gefa honum 10 í einkunn.“


Tengdar fréttir

Blaðamaður í LA líkir Zlatan við Muhammad Ali

Sænska knattspyrnustjarnan Zlatan Ibrahimovic er mættur til Los Angeles til að spila með liði Galaxy og í Hollywood borginni fá nú stórstjörnurnar jafnan að njóta sín.

Zlatan útilokar ekki að spila á HM

Zlatan Ibrahimovic, nýjasti leikmaður LA Galaxy, segir að hann útiloki það ekki að taka landsliðsskónna af hillunni fyrir HM í sumar.

United leysir Zlatan undan samningi

Zlatan Ibrahimovic hefur fengið leyfi til þess að yfirgefa Manchester United óski hann þess. BBC greinir frá þessu.

LA Galaxy staðfesti Zlatan

Bandaríska liðið LA Galaxy staðfesti komu sænska framherjans Zlatan Ibrahimowic á Twitter síðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×