Körfubolti

LeBron jafnaði ótrúlegt met Jordan gegn liðinu hans | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron er ótrúlegur íþróttamaður og jafnaði met Jordan í nótt.
LeBron er ótrúlegur íþróttamaður og jafnaði met Jordan í nótt. vísir/afp
LeBron James skilaði frábærri frammistöðu í nótt er lið hans, Cleveland, vann þrettán stiga sigur 118-105 á Charlotte á útivelli í NBA-deildinni.

LeBron gerði sér lítið fyrir og skoraði 41 stig en að auki tók hann tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Með þessum tölum jafnaði hann met Michael Jordan en hann hefur nú skorað tíu stig eða meira í 866 leikjum í röð.

Algjörlega mögnuð tölfræði og það sem meira er jafnaði LeBron metin hans Jordan gegn Charlotte Hornets en Hornets eru í eigu Jordan.

Næsti maður Cleveland var J.R. Smith með einungis nítján stig. Cleveland er komið í úrslitakeppnina með 60% sigurhlutfall í ár.

Boston Celtics vann sterkan sigur á Utah, 97-94, með flautukörfu Jaylen Brown. Donovan Mitchell gerði 22 stig fyrir Utan en hjá Boston var hetjan Jaylen Brown stigahæstur með 21 stig.

Philadelphia heldur áfram að vinna körfuboltaleiki en í nótt unnu þeir sinn áttunda sigur í röð er þeir kláruðu New York 118-101 og LA Lakers unnu tíu stiga sigur á Dallas, 103-93.

Öll úrslit næturinnar:

Brooklyn - Orlando 111-104

New York - Philadelphia 101-118

Cleveland - Charlotte 118-105

Atlanta - Minnesota 114-126

Portland - Memphis 103-108

Boston - Utah 97-94

LA Clippers 111-99

Dallas - LA Lakers 93-103

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×