Körfubolti

Twitter þakkar Friðriki Inga: „Takk fyrir þitt framlag til körfuboltans“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Friðrik þakkar fyrir sig.
Friðrik þakkar fyrir sig. vísir/bára
Friðrik Ingi Rúnarsson tilkynnti í gær eftir leik Hauka og Keflavíkur að hann ætlaði að hætta körfuboltaþjálfun. Fólkið á Twitter þakkaði Friðriki Inga fyrir vel unnin störf fyrir hreyfinguna.

Friðrik Ingi er einn sigursælasti þjálfarinn í íslenskum körfubolta en hann hefur verið afar lengi á hliðarlínunni eða í yfir 30 ár.

Hann hefur þjálfað öll liðin Keflavík, Njarðvík og Grindavík en auk þess hefur hann til að mynda þjálfað KR og íslenska karlalandsliðið.

Twitter tók við sér í gær eftir að Friðrik tilkynnti að hann væri hættur og hér að neðan má sjá brot af umræðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×