Íslenski boltinn

Gunnar skaut Grindavík í úrslit með smekklegu marki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Þorsteinssonr reyndist hetja Grindvíkinga þegar þeir tryggðu sig í úrslitaleik Lengjubikarsins annað árið í röð með 1-0 sigri á KA.

Þessi lið mættust einmitt í undanúrslitunum í fyrra á sama stað, Boganum á Akureyri, en þá hafði Grindavík betur í vítaspyrnukeppni. Þeir töpuðu svo 4-0 fyrir KR í úrslitaleiknum.

Markalaust var í hálfleik eftir afar tíðindalítinn leik en í síðari hálfleik færðist aðeins meira fjör í þetta. Eina mark leiksins skoraði Gunnar Þorsteinsson á 57. mínútu eftir laglegan einleik og kom boltanum svo framhjá Aroni Elí í marki KA. Afar smekklegt mark.

KA menn reyndu hvað þeir gátu til að jafna og björguðu gestirnir meðal annars í tvígang á línu. Grindavík fékk einnig tækifæri til að gera út um leikinn en Jóhann Helgi Hannesson klúðraði góðu færi. Lokatölur 1-0 sigur Grindavíkur.

Grindavík því komið í úrslitaleik Lengjubikarsins annað árið í röð en í úrslitaleiknum í ár mæta þeir Íslandsmeisturum Vals. Leikurinn verður spilaður á fimmtudag og verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×