Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Smjörsalan er að styrkja þessa leikmenn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Deildarkeppni Domino's deildar karla í körfubolta kláraðist á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Það hafa ófá mistökin litið dagsinis ljós og fór Fannar Ólafsson yfir það sem stóð upp úr í „Fannar skammar“ í uppgjörsþætti Domino's Körfuboltakvölds í gærkvöld.

Fannar var ekki lengi að koma sér í gírinn, myndbandið var kynnt til leiks og fyrstur á skjáinn var Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur.

„Siggi, í fyrsta lagi rakaðu af þér þetta skegg. Það minnkar ekkert á þér skallann.“

Þegar komið var að Loga Gunnarssyni vildi Fannar ekki segja orð. Hins vegar hafði hann ýmis orð um Björn Kristjánsson.

„Í alvöru talað. Þú ert búinn að vera í körfubolta í 82 ár, Bjössi.“

Fannar vildi heldur ekki segja neitt um Ragnar Nathanaelsson og þá sakaði Jón Halldór Eðvaldsson Fannar um að vera orðinn of „soft.“

„Ég held í alvöru talað að smjörsalan sé að styrkja einhverja af þessum drengjum. Þeir þurfa að fara að fá sér firm grip,“ sagði Fannar.

Þessa stórskemmtilegu syrpu má sjá hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.