Bayern skoraði sex

Dagur Lárusson skrifar
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski vísir/getty
Bayern Munchen skoraði sex mörk gegn lánlausu liði Hamburg í þýska boltanum í dag en pólski framherjinn Robert Lewandowski gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.

Bayern var ekki lengi að því að skora fyrsta markið því það kom á 8. mínútu en það var frakkinn Ribery sem skoraði það.

Aðeins fjórum mínútum seinna var Lewandowski búinn að skora sitt fyrsta mark í leiknum og koma sínu liði í 2-0 forystu. Á 19. mínútu skoraði hann síðan sitt annað mark og var staðan 3-0 í hálfleik.

Arjen Robben hélt markaveislunni áfram í seinni hálfleiknum en hann skoraði á 55. mínútu.

Bayern hægði á ferðinni restina af leiknum þar til í blálokin þegar þeir Ribery og Lewandowski skoruðu eitt mark hvor og var lokastaðan 6-0.

Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Augsburg í sigri liðsins á Hannover en eftir leikinn er Augsburg í 8. sæti með 35 stig.

Úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Bayern Munchen 6-0 Hamburg

Hannover 1-3 Augsburg

Hertha Berlin 0-0 Freiburg

Hoffenheim 3-0 Wolfsburg

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira