Jón Daði skoraði í jafntefli gegn Leeds│Birkir kom inná og skoraði

Dagur Lárusson skrifar
Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrsta mark Reading í 2-2 jafntefli gegn Leeds United í dag en eftir leikinn er Reading í 19. sæti deildarinnar með 36 stig.

Jón Daði skoraði fyrsta mark leiksins en það kom á 16. mínútu. Allt virtist stefna í það að Reading færi með forystuna í hlé en þá skoraði Pontus Jansson og jafnaði metin fyrir Leeds.

Stuttu eftir að flautað var til síðari hálfleiks var Leeds komið með forystuna í leiknum en það var Pablo Hernandez sem skoraði markið.

Það tók Reading þó ekki langan tíma að jafna því Eunan O'kane varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark aðeins tveim mínútum seinna.

Lokamínúturnar voru æsispennandi en hvorugu liðinu tókst þó að skora sigurmarkið og því voru lokatölur 2-2.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan leikinn á varamannabekk Bristol City gegn Burton Albion en þeim leik lauk með 0-0 jafntefli.

Í síðasta leik dagsins bar Aston Villa sigurorð á Wolves þar sem Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður og skoraði fjórða mark Aston Villa.

Úrslit úr leikjum dagsins má sjá hér að neðan.

Burton Albion 0-0 Bristol City

Cardiff City 3-2 Birmingham City

Hull City 4-3 Norwich City

Ipswich Town 0-0 Sheffield United

Middlesbrough 3-1 Barnsley

Milwall 1-0 Brentford

Preston 1-2 Fulham

QPR 1-0 Sunderland

Reading 2-2 Leeds United

Sheffield Wednesday 1-0 Bolton Wanderers

Aston Villa 4-1 Wolves



 


Tengdar fréttir

Jón Daði skoraði jöfnunarmark Reading

Jón Daði Böðvarsson skoraði jöfnunarmark Reading í 3-3 jafntefli gegn Derby County í dag á meðan Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Aston Villa gegn Sheffield Wednesday.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira