Körfubolti

San Antonio Spurs tapaði

Dagur Lárusson skrifar
Rudy Gay var stigahæstur hjá Spurs.
Rudy Gay var stigahæstur hjá Spurs. vísir/getty

San Antonio Spurs laut í lægra hald gegn Oklahoma City Thunder í NBA körfuboltanum í nótt en Russel Westbrook átti góðan leik í liði Oklahoma og skoraði 21 stig.

Oklahoma byrjaði leikinn betur og var með forystuna eftir fyrsta leikhluta. Þeirri forystu hélt Oklahoma allan leikinn og vann að lokum sigur 104-94. Stigahæstur í liði Spurs var Rudy Gay með 14 stig.

Miami Heat tók á móti Washington Wizards þar sem James Johnson var stigahæstur í sigri heimamanna en hann skoraði 20 stig. Jodie Meeks var stigahæstur fyrir gestina með 23 stig.

Stighæsti leikmaður leikjanna í gærkvöldi var Jonathon Simmons í liði Orlando Magic en hann skoraði 24 stig í tapi gegn LA Clippers.

Úrslit næturinnar:

Hornets 122-115 Suns
Heat 129-102 Wizards
Mavericks 114-80 Grizzlies
Thunder 104-94 Spurs
Clippers 113-105

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik San Antonio Spurs og Oklahoma.

NBA

Tengdar fréttir

Portland stoppaði sigurgöngu Warriors

Portland Trail Blazers vann sinn níunda leik í röð í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið batt enda á sjö leikja sigurhrinu meistaranna í Golden State Warriors.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.