Enski boltinn

Sjáðu mörk Rashford og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins

Dagur Lárusson skrifar
Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og var stærsti leikurinn án efa viðureign stórveldanna Manchester United og Liverpool á Old Trafford en það var United með sigur af hólmi eftir tvö mörk frá Marcus Rashford.

Bæði mörk Rashford komu í fyrri hálfleiknum og var uppskriftin af þeim mjög lík. David De Gea sparkaði boltanum upp á Romelu Lukaku sem vann skallabolta og boltinn barst til Rashford sem skilaði boltanum tvisvar sinnum í netið.

Jóhann Berg og félagar fóru í heimsókn til West Ham þar sem stuðningsmenn West Ham sneru algjörlega gegn liðinu í seinni hálfleiknum. Chris Wood kom inná fyrir Burnley og lagði strax upp mark fyrir Ashley Barnes og skoraði síðan tvö mörk í kjölfarið.

Gylfi Þór var í byrjuarnliði Everton sem bar sigur úr bítum gegn Brigton þar sem bæði mörk Everton komu í seinni hálfleiknum en Cenk Tosun skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á Goodison Park.

Chelsea komst aftur á sigurbraut eftir tapið gegn Manchester City um síðustu helgi en það var Willian sem kom þeim á bragðið með laglegu marki. Patrick van Anholt gerði lokamínúturnar spennandi með því að minnka muninn undir loks leiks en það mark kom hreinlega of seint.

Manchester United - Liverpool 2-1
Everton - Brighton 2-0
Chelsea - Crystal Palace 2-1
West Ham - Burnley 0-3
Newcastle - Southampton 3-0
Huddersfield - Swansea 0-0
West Brom - Leicester 1-4

Tengdar fréttir

Klopp: Þetta var víti

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki sáttur eftir tap sinna manna gegn Manchester United í dag en hann kenndi lélegum varnaleik og slæmum ákvörðunum hjá dómurunum um tapið.

Rashford tryggði United sigur í stórleiknum á Old Trafford

Erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool mættust á Old Trafford í dag í stórleik umferðarinnar og einum af stórleikjum tímabilsins. Tvö mörk snemma leiks frá Marcus Rashford reyndust nóg til þess að heimamenn færu með sigurinn.

"Lovren mun fá martraðir“

Graeme Souness, fyrrum knattspyrnumaður og nú álitsgjafi hjá Sky, segir að Dejan Lovren muni fá martraðir útaf Romelu Lukaku eftir baráttu þeirra í leik Manchester United og Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×