Innlent

Stærðarinnar grjót hafnaði á þjóðvegi eitt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vegfarendur létu vita af því að stærðarinnar grjót væri á þjóðvegi eitt og mætti starfsmaður Vegagerðarinnar strax á svæðið.
Vegfarendur létu vita af því að stærðarinnar grjót væri á þjóðvegi eitt og mætti starfsmaður Vegagerðarinnar strax á svæðið. Þorleifur Olsen
Grjóthnullungur rúllaði niður fjall og hafnaði á þjóðvegi eitt við Sléttaleiti skammt frá Hala í Suðursveit í morgun.

Þorleifur Olsen, starfsmaður Vegagerðarinnar, vakti athygli á þessu þegar hann setti myndir af grjótinu á Facebooksíðu sína.

Vegfarendur létu vita af grjótinu og brunaði Þorleifur þegar í stað á svæðið. Vegagerðinni hefur nú tekist að fjarlægja grjótið sem sannarlega á ekki heima á þjóðvegi eitt.

Lendiði oft í svona uppákomum á þessum slóðum?

„Ekki hér á þessari leið en þetta er náttúrulega bara hættan hér undir fjöllunum. Það er aðallega fyrir austan Höfn þar sem vegir liggja undir fjöllunum og eru hættulegir,“ segir Þorleifur sem bætir við að þetta hefði getað farið verr.

Grjótið hefur nú verið fjarlægt.Þorleifur Olsen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×