Fótbolti

Grindavík fór létt með FH

Dagur Lárusson skrifar
Liðsmenn Grindavíkur fagna.
Liðsmenn Grindavíkur fagna. Vísir/Hanna
Grindavík fór létt með FH í Lengjubikar karla í dag en leikurinn fór 3-0 og er Grindavík með tíu stig í efsta sæti riðilsins eftir leikinn á meðan FH situr í fjórða sæti með fjögur stig.

Það var Aron Jóhannsson sem kom Grindavík á bragðið eftir 27. mínútu en þá átti hann skalla að marki sem Gunnar Nielsen í marki FH varð en boltinn barst aftur til Arons sem setti boltann í netið.

Sóknarleikur FH-ingar var ekki upp á marga fiska en sóknarleikur Grindavíkur var hinsvegar mjög góður og náði Grindavík að tvöfalda forystu sína áður en flautað var til hálfleiks en það var René Joensen sem skoraði markið.

Grindavík hélt yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum og var það Sam Hewson, fyrrum leikmaður FH, sem skoraði þriðja mark Grindavíkur á 66. mínútu og innsiglaði sigurinn.

Næsti leikur Grindavíkur verður þann 17. mars gegn Fylki á meðan FH fer norður og spilar við Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×