Fótbolti

Fiorentina kvaddi Astori: „Verður alltaf fyrirliðinn okkar“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmennirnir heiðruðu Astori
Stuðningsmennirnir heiðruðu Astori Vísir/Getty
Það var tilfinningarík stund í ítölsku borginni Flórens í dag þegar Fiorentina spilaði sinn fyrsta leik eftir andlát fyrirliðans Davide Astori.

Astori fannst látinn um síðustu helgi og var hann jarðsunginn á fimmtudaginn.

„Ciao Davide,“ eða „Bless, Davide,“ var saumað í treyjur beggja liða og börnin sem leiddu leikmennina út á völlinn klæddust öll treyjum merktum Astori ásamt því að allir leikmenn Fiorentina klæddust upphitunartreyjum með númeri Astori, 13.

Vallarþulurinn las Astori upp í kynningu sinni á liðunum þar sem hann sagði Astori alltaf verða fyrirliðan þeirra og það var gert hlé á leiknum eftir 13 mínútur og Astori heiðraður með lófaklappi í 60 sekúndur.

Fiorentina vann leikinn 1-0 og liðið er í 9. sæti Seríu A eftir 27 leiki.

Leikmenn Fiorentina kvöddu fyrirliða sinn í dagvísir/getty
Þjálfari Fiorentina, Stefano Pioli, gat ekki haldið inni tárunum þegar Astori var heiðraðurvísir/getty
Vísir/Getty
Vitor Hugo fagnaði sigurmarkinu með því að lyfta upp bol með mynd af Astorivísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×