Innlent

Þorsteinn Víglundsson með 98,5% atkvæða í embætti varaformanns

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin formaður Viðreisnar en hún hlaut 95,3% greiddra atkvæða á landsþingi flokksins sem fram fór um helgina. Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn varaformaður flokksins, lagði mikla áherslu samstarf við Evrópusambandið í þakkarræðu sinni á þinginu.

Á annað hundrað manns sóttu landsþing Viðreisnar sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ um helgina en þetta er í fyrsta sinn sem landsþing flokksins fer fram eftir að hann fékk fyrst kjörna fulltrúa áþing. Íþakkarræðu sinni sagði Þorgerður Katrín stuðninginn í formannskjörinu verða henni veganesti og hvetja hana áfram við að„rugga bátnum” sem var einmitt yfirskrift landsþingsins.

Þorsteinn Víglundsson hlaut örlítið betri kosningu en Þorgerður Katrín en hann hlaut 98,5% greiddra atkvæða í embætti varaformanns. Íþakkarræðu sinni lýsti hann yfir áhyggjum vegna uppgangs þjóðernispoppúlisma og sundrungar víða um heim. Evrópusambandið gegni lykilhlutverki þegar kemur aðþví að sporna viðþeirri þróun að sögn Þorsteins.

„Evrópusambandið er ekki bara eitthvert viðskiptabandalag, Evrópusambandið er einmitt vitinn í heiminum fyrir frelsi, mannréttindum, félagslegu öryggi, efnahagslegum uppgangi og við vinnum saman sem álfa til þess að stuðla að friði,” sagði Þorsteinn.

Sem flokkur eigi Viðreisn að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi, með Evrópusambandið að leiðarljósi, í baráttunni gegn stjórnmálamenningu sem ali á sundrung að mati Þorsteins. „Þess vegna viljum við leggja aukna áherslu á Evrópusambandsumræðuna, á Evrópuumræðuna, því að við segjum: „Þarna er vitinn,““ Sagði Þorsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×