Enski boltinn

Kane jákvæður þrátt fyrir meiðsli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Kane hefur verið sjóðheitur í vetur.
Harry Kane hefur verið sjóðheitur í vetur. vísir/getty
Harry Kane er strax farinn að huga að endurkomu sinni og er jákvæður eftir að hafa farið meiddur af velli snemma leiks í sigri Tottenham á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni segir Mauricio Pottechino, knattspyrnustjóri Tottenham.

Kane lenti í samstuði við Asmir Begovic, markvörð Bournemouth, þegar hann skoraði mark og virtist hafa jafnað fyrir Tottenham áður en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Begovic lenti á ökkla Kane í samstuðinu og lá Englendingurinn eftir óvígur og þurfti að fara af velli.

Meiðslin eru á sama ökkla og Kane meiddist tvisvar á á síðasta tímabili og gæti hann þurft að vera fjarverandi í einhvern tíma.

„Harry er frábær karakter. Hann er alltaf jákvæður og samgleðst liðinu með sigurinn en er að sjálfsögðu vonsvikinn með meiðslin,“ sagði Pottechino.

„Ef þú ert jákvæður þá byrjar endurhæfingin strax.“

Pottechino gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna en Kane fer í frekari rannsóknir á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×