Körfubolti

Thomas hafði betur gegn sínum gömu félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thomas í leiknum í nótt.
Thomas í leiknum í nótt. vísir/getty
Isaiah Thomas spilaði í nótt sinn fyrsta leik gegn Cleveland eftir að hafa verið sendur frá félaginu til Lakers í síðasta mánuði. Hann gekk brosandi af velli.

Thomas og félagar í Lakers gerðu sér nefnilega lítið fyrir og lögðu Cavaliers að velli. Julius Randle átti stórkostlegan leik fyrir Lakers en hann skoraði 36 stig og tók 14 fráköst. Var þess utan með 7 stoðsendingar en þetta er hans besti leikur á NBA-ferlinum.

LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Lonzo Ball skoraði aðeins fimm stig fyrir Lakers.

Thomas sagði að Cleveland hefði farið á taugum er liðið sendi hann frá sér í febrúar. Hann skoraði 20 stig í leiknum og gaf 9 stoðsendingar.

Úrslit:

Dallas-Houston  82-105

Boston-Indiana  97-99

Brooklyn-Philadelphia  97-120

LA Lakers-Cleveland  127-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×