Enski boltinn

Óvissa með framhaldið hjá Pogba

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er bras á Pogba.
Það er bras á Pogba. vísir/getty

Miðjumaður Man. Utd, Paul Pogba, gat ekki spilað með liðinu gegn Liverpool um helgina vegna meiðsla og óvíst er hvort hann geti spilað í Meistaradeildinni á morgun.

Pogba meiddist á æfingu á föstudag og var því ekki í leikmannahópi United í stórleiknum gegn Liverpool. Jose Mourinho, stjóri United, sagði að Pogba hefði meiðst á lokamínútu æfingarinnar.

United fær Sevilla í heimsókn annað kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

„Ég veit ekki hversu alvarlega meiddur hann er. Ef æfingin hefði verið mínútu styttri þá hefði hann ekki meiðst,“ sagði Mourinho en blaðamenn sögðu að það væri ekki að sjá á Pogba að hann væri mikið meiddur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.