Erlent

Franski tískurisinn Givenchy látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hubert de Givenchy var 91 árs gamall.
Hubert de Givenchy var 91 árs gamall. Vísir/Getty
Franski tískuhönnuðurinn Hubert de Givenchy er látinn 91 árs að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa hannað kjóla á Audrey Hepburn og Jackie Kennedy. BBC greinir frá.

Eiginmaður hans, Philippe Venet, staðfestir andlát Givenchy. Er hann helst þekktur fyrir að hafa hannað svarta kjólinn sem Audrey Hepburn klæddist í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany's.

Samband Hepburn og Givenchy var náið og voru þau vinir í hátt í fjörutíu ár. Er tískuhúsið sem Givenchy stofnaði enn starfandi en fjölmargar stjörnur klæddust meðal annars fötum frá Givenchy á ný afstaðinni Óskarsverðlaunahátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×