Körfubolti

San Antonio í tómu rugli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Popovich, þjálfari Spurs, nær sínum mönnum ekki í gang.
Popovich, þjálfari Spurs, nær sínum mönnum ekki í gang. vísir/getty
San Antonio Spurs tapar og tapar þessa dagana í NBA-deildinni og í nótt tapaði liðið sínum þriðja leik í röð. Að þessu sinni gegn Houston Rockets.

Þetta var ekki bara þriðja tap liðsins í röð heldur níunda tapið í síðustu ellefu leikjum.

James Harden skoraði 28 stig fyrir Rockets í leiknum en til samanburðar þá skoraði byrjunarlið Spurs samtals 33 stig í nótt. Arfaslakt.

Spurs er í harðri baráttu um síðasta sætið í úrslitakeppninni í vestrinu en það væri svo sannarlega saga til næsta bæjar ef liðið kemst ekki þangað. Spurs missti síðast af úrslitakeppninni árið 1997. Það var árið sem Gregg Popovich tók við liðinu.

Talandi um lélegan árangur. Memphis Grizzlies tapaði í nótt sínum átjánda leik í röð í deildinni. Metið er 28 töp í röð sett af Philadelphia tímabilin 2014-15 og 1015-16.

Grizzlies er nú 18-49 sem er ótrúlegt hrap hjá liði sem var 43-39 á síðasta tímabili.

Úrslit:

Houston-San Antonio  109-93

Memphis-Milwaukee  103-121

Oklahoma-Sacramento  106-101

Portland-Miami  115-99

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×