Fótbolti

Albert fékk viðurkenningu frá PSV í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson með verðlaunin sín.
Albert Guðmundsson með verðlaunin sín. Vísir/Getty

Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var verðlaunaður í gær fyrir leik 23 ára liðs PSV Eindhoven í hollensku b-deildinni í gærkvöldi.

Albert og félagar mættu þá liði SC Cambuur og gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli. Albert skoraði reyndar mark í leiknum en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Albert tókst því ekki að bæta við þau sjö mörk sem hann hefur skorað í hollensku b-deildinni í vetur en hann er einnig með fimm stoðsendingar í sínum 11 leikjum.

Fyrir leikinn fékk Albert sérstaka viðurkenningu frá PSV fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik með aðalliðinu á þessu tímabili.

Viðurkenningin var táknræn eða stór mynd af stundinni þegar hann kom fyrst inná sem varamaður. Leikurinn var á móti NAC Breda 20. ágúst síðastliðinn.
Albert hefur komið alls við sögu í sjö leikjum meðal aðalliði PSV á leiktíðinni og hann hefur átt þátt í þremur mörkum á þeim 70 mínútum sem hann hefur spilað samanlagt.

Það er ekki slæm tölfræði en meðal annars lagði hann upp sigurmark Luuk de Jong í uppbótartíma í 2-1 sigri á Heracles Almelo.

Albert hefur aftur á móti ekki fengið að koma inná í síðustu fjórum leikjum PSV í hollensku úrvalsdeildinni en er þess í stað að spila alla leiki 23 ára liðsins í b-deildinni.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.