Mikilvægt útivallarmark skaut Roma áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rómverjar fagna í kvöld.
Rómverjar fagna í kvöld. vísir/getty

Roma er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur í síðari leiknum gegn Shaktar Donetsk, en leikið var í Róm í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Edin Dzeko á 52. mínútu eftir undirbúning Hollendingsins Kevin Strootman. Ivan Ordec var svo rekinn útaf í liði Shaktar á 79. mínútu og lokatölur 1-0.

Roma fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli, en Shakktar vann þann leik 2-1. Mikilvægt mark Roma í Úkraínu gerði útslagið.

Roma er því komið áfram í átta liða úrslitin ásamt Sevilla, Liverpool, Manchester City, Tottenhm og Real Madrid. Á morgun skýrist svo hvaða lið verða síðustu tvö inn í átta liða úrslitin.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.