Körfubolti

Þetta er ástæðan af hverju Houston Rockets getur unnið NBA-titilinn í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Clint Capela treður hér boltanum í körfuna.
Clint Capela treður hér boltanum í körfuna. Vísir/Getty

Nick Wright, körfuboltasérfræðingur á FOX Sport hefur mikla trú á Houston Rockets liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta sem er framundan.

Houston Rockets hefur verið að gera frábæra hluti á tímabilinu og fátt kemur í veg fyrir það að James Harden verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar é þessari leiktíð.

James Harden er með frábærar tölur, Eric Gordan gæti orðið besti sjötti maðurinn aftur og Chris Paul hefur styrkt Houston Rockets liðið mikið en Nick Wright vekur athygli á öðrum leikmanni sem spilar mjög mikilvægt hlutverk í velgengni liðsins.

Þessir stóru þrír hjá Houston Rockets eru nefnilega Harden, Paul og svo miðherjinn Clint Capela. Þegar allir þrír hafa spilað á leiktíðinni þá hefur Houston Rockets liðið unnið 35 af 37 leikjum sínum sem er mögnuð staðreynd.

Clint Capela er með bestu skotnýtinguna í NBA-deildinni (65,5 prósent) en hann er með 14,1 stig og 10,9 fráköst að meðaltali í leik.

Hér fyrir neðan má sjá umræddan Nick Wright rökstyðja mál sitt.
Nick Wright vekur þarna athygli á því að það sé ekki aðeins sú staðreynd að Houston Rockets spilar besta sóknarleikinn í deildinni þá er varnarleikurinn líka fyrsta flokks með þá Clint Capela og Chris Paul við hlið James Harden.

Meðaltöl James Harden eru 31,0 stig, 8,7 stoðsendingar og 5,2 fráköst í leik en  Chris Paul er með 18,8 stig, 8,1 stoðsendingu og 5,4 fráköst að meðaltali í leik. Eric Gordon er síðan að koma með 18,4 stig 3,1 þrist í leik inn af bekknum.

Það er því kannski ekkert skrýtið að menn hafi trú á liði Houston Rockets í ár. Nick Wright er örugglega ekki sá eini.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.