Enski boltinn

Jón Daði tapaði gegn gömlu félögunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði spilaði í 83 mínútur
Jón Daði spilaði í 83 mínútur vísir/getty
Íslendingarnir tveir sem voru í eldlínunni í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason, töpuðu báðir sínum leikjum með liðum sínum Reading og Aston Villa.

Jón Daði Böðvarsson spilaði í 83 mínútur gegn sínum gömlu félögum í Wolves, en Reading tapaði 3-0 eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.

Reading er í nítjánda sæti, sex stigum frá fallsæti, en Wolves er á toppnum með 79 stig, þremur meira en Íslendingaliðið Cardiff sem vann Brentford 3-1. Aron Einar Gunnarsson lék ekki vegna meiðsla.

Birkri Bjarnason spilaði síðustu tíu mínúturnar fyrir Aston Villa sem tapaði mikilvægum stigum gegn QPR, en 3-1 sigur QPR urðu lokatölurnar.

Aston Villa er nú í þriðja sætinu, sjö stigum frá Cardiff og tíu stigum frá Wolves. Þeir eru stigi á undan Fulham sem er í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×