Enski boltinn

Jón Daði tapaði gegn gömlu félögunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði spilaði í 83 mínútur
Jón Daði spilaði í 83 mínútur vísir/getty

Íslendingarnir tveir sem voru í eldlínunni í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason, töpuðu báðir sínum leikjum með liðum sínum Reading og Aston Villa.

Jón Daði Böðvarsson spilaði í 83 mínútur gegn sínum gömlu félögum í Wolves, en Reading tapaði 3-0 eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.

Reading er í nítjánda sæti, sex stigum frá fallsæti, en Wolves er á toppnum með 79 stig, þremur meira en Íslendingaliðið Cardiff sem vann Brentford 3-1. Aron Einar Gunnarsson lék ekki vegna meiðsla.

Birkri Bjarnason spilaði síðustu tíu mínúturnar fyrir Aston Villa sem tapaði mikilvægum stigum gegn QPR, en 3-1 sigur QPR urðu lokatölurnar.

Aston Villa er nú í þriðja sætinu, sjö stigum frá Cardiff og tíu stigum frá Wolves. Þeir eru stigi á undan Fulham sem er í fjórða sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.