Handbolti

Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/Ernir

Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar. Guðjón Valur fær frí í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.

Guðmundur Guðmundsson gaf út sinn fyrsta landsliðshóp í dag eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta og um leið tilkynnti þjálfarinn um nýjan fyrirliða liðsins.

Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin sex ár og að auki í nokkur skipti þar á undan þegar Ólafur Stefánsson forfallaðist. Nú er Guðjón Valur hinsvegar ekki í hópnum af fjölskylduaðstæðum.

Ólafur Stefánsson var fyrirliði íslenska landsliðsins þegar Guðmundur stýrði íslenska landsliðnu síðast á Ólympíuleikunum í London 2012 en Dagur Sigurðsson var fyrirliði Guðmundar þegar hann tók fyrst við landsliðinu árið 2001.

Nú fær Aron Pálmarsson fyrirliðabandið í Golden League æfingamótinu sem fer fram í Noregi í byrjun aprílmánaðar. Íslenska liðið mætir þær Noregi, Frakklandi og fyrrverandi lærisveinum Guðmundar í danska landsliðinu.

Það mátti heyra á Guðmundi að hann ætli sér að kalla aftur á Guðjón Val í næstu verkefnum en þá verður að koma í ljós hvort að Aron haldi fyrirliðabandinu í framhaldinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.