Golf

Dóttirin nefnd í höfuðið á þrettándu holunni á Augusta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garcia tekur hér teighögg á 13. holunni á Augusta árið 2002. Umkringdur azalea-blómunum sem nú bera nafn dóttur hans.
Garcia tekur hér teighögg á 13. holunni á Augusta árið 2002. Umkringdur azalea-blómunum sem nú bera nafn dóttur hans. vísir/getty
Það var risastór stund í lífi kylfingsins Sergio Garcia er hann vann Masters í fyrra. Eftir mikla eyðirmerkurgöngu tókst honum loksins að vinna risamót.

Það tókst í 74. tilraun hjá honum og það eftir umspil gegn Justin Rose. Heimurinn hélt með Garcia sem náði loksins þessum merka áfanga á sínum ferli.

Garcia nældi í gríðarlega mikilvægt par á 13. holunni eftir að hafa lent í miklum vandræðum. Þá var hann tveimur höggum á eftir Rose, lenti í runna og þurfti að taka víti. að lokum bjargaði hann pari og það gaf honum mikla orku.





Garcia og eiginkona hans, Angela, eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum og hafa skírt það í höfuðið á þrettándu holunni. Nafnið er ekki eins slæmt og þú ert að ímynda þér.

Það er reyndar mjög gott eða Azalea. Azalea er nafnið á bleiku blómunum sem umkringja 13. holuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×