Enski boltinn

Stuðningsmenn Chelsea slösuðust fyrir utan Nývang í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi skorar í leiknum í gær.
Lionel Messi skorar í leiknum í gær. Vísir/Getty
Chelsea hefur fengið formlega tilkynningu um atvik sem urðu fyrir utan Nývang í gærkvöldi þegar enska liðið mætti Barcelona í Meistaradeildinni.

Barcelona vann leikinn 3-0 og þar með 4-1 samanlagt. Barcelona er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar en Chelsea er úr leik.

Stuðningsmenn Chelsea slösuðust eftir samskipti sín við öryggisverði á leikvanginum. Myndbönd af átökunum komu fram á samfélagsmiðlum.





Mossos d'Esquadra, lögreglan í Katalóníu, segist ekki hafa frétt af neinum atvikum þegar BBC leitaði eftir svörum þaðan.

Chelsea hefur biðlað til stuðningsmanna sinna um að segja frá reynslu sinni af því sem gerðist fyrir utan Nývang.  „Við vitum af fréttum af atburðum fyrir utan leikvanginn þar sem stuðningsfólk Chelsea slasaðist,“ segir í svari Chelsea til BBC.

„Við biðjum okkar stuðningsfólk um að láta okkur vita af sinni reynslu af því þegar þau mættu á leikinn svo við getum farið rétta leið gagnvart yfirvöldum á staðnum,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu frá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×