Innlent

Rúta með 31 um borð fauk út í vegkant undir Eyjafjöllum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna atviksins en viðbragðið var síðan afturkallað þegar í ljós kom að ekki var um alvarlegt slys að ræða.
Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna atviksins en viðbragðið var síðan afturkallað þegar í ljós kom að ekki var um alvarlegt slys að ræða. loftmyndir.is
Rúta þar sem 31 voru um borð fauk út í vegkant við bæinn Hvamm undir Eyjafjöllum upp úr klukkan níu í morgun.

Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna atviksins en viðbragðið var síðan afturkallað þegar í ljós kom að ekki var um alvarlegt slys að ræða að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Hann segir að enginn hafi slasast en sterk vindhviða hafi feykt rútunni út í kant. Fékk bílstjóri rútunnar aðstoð frá björgunarsveitum við að koma rútunni aftur upp á veg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×