Engin Meistaradeildarþynnka á Old Trafford og United í undanúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn United fagna marki Matic í kvöld.
Leikmenn United fagna marki Matic í kvöld. Vísir/Getty
Manchester United er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Brighton á Old Trafford í kvöld en leikurinn var ekki mikið fyrir augað.

United náði að bæta upp fyrir vonbrigðin gegn Sevilla í Meistaradeildinni fyrr í vikunni þar sem liðið datt út eftir tap á heimavelli.

Romelu Lukaku kom United yfir á 37. mínútu eftir fyrirgjöf frá Nemanja Matic og United leiddu með einu marki í hálfleik.

Brighton reyndu aðeins í síðari hálfleik en sóknir þeirra voru máttlausar og gestirnir náðu ekki að skapa sér mörg færi. Nemanja Matic tvöfaldaði svo forystuna eftir aukaspyrnu Ashley Young og lokatölur 2-0.

United og Tottenham eru því komin í undanúrslitin og á morgun ræðst svo hvaða tvö lið tryggja sér einnig sæti í undanúrslitunum. Wigan mætir Southampton og Leicester mætir Chelsea.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira