Pedro skallaði Chelsea í undanúrslit eftir skelfilegt úthlaup Schmeichel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pedro skorar sigurmarkið.
Pedro skorar sigurmarkið. vísir/getty
Chelsea er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir 2-1 sigur gegn Leicester á King Power leikvanginum í Leicester. Framlengja þurfti leikinn en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.

Chelsea komst yfir með marki frá 42. mínútu, en markaþurrð Alvaro Morata tók loksins enda. Hann batt endann á frábæra skyndisókn en Willian gaf boltann skemmtilega inn á spænska framherjann.

Staðan var jöfn allt þangað til á 76. mínútu þegar markahrókurinn Jamie Vardy jafnaði metin eftir mikinn darraðadans í teig Chelsea þar sem Willy Caballero varði í tvígang.

Staðan 1-1 og ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma en varamaðurinn Pedro skoraði sigurmarkið eftir fyrirgjöf fyrrum Leicester-mannsins Ngolo Kante. Skelfileg úthlaup Kasper Schmeichel í aðdraganda marksins og lokatölur 2-1 sigur Chelsea.

Chelsea er því komið í undanúrslitin ásamt Southampton, Manchester United og Tottenham.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira