Enski boltinn

Rúnar Már skoraði stórkostlegt mark gegn gömlu félögunum │ Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í leik með íslenska landsliðinu.
Rúnar í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum gegn sínu gamla félagi þegar hann skoraði fyrra mark St. Gallen í 2-1 sigri á Grasshopper í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Markalaust var í hálfleik en Rúnar Már kom heimamönnum í St. Gallen yfir strax í upphafi síðari hálfleiks með stórkostlegu marki sem má sjá neðar í fréttinni.

Jean-Pierre Rhyner jafnaði þó fyrir Grasshopper einungis þremur mínútum síðar en Nassim Ben Khalifa skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok og öflugur sigur St. Gallen staðreynd.

Rúnar Már spilaði allan leikinn fyrir St. Gallen en hann hefur leikið vel með liðinu síðan hann gekk í raðir liðsins frá Grasshopper í janúarglugganum á láni. Hann var þó ekki valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir æfingaleiki þess síðar í mánuðinum.

St. Gallen er í öðru sætinu með 42 stig en liðið er með jafn mörg stig og Basel sem er í því þriðja. Basel á þó tvo leiki til góða. Grasshopper er í sjötta sætinu með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×