Körfubolti

Glóðarauga á báðum og ekki vitað hvort nefið sé brotið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Helena er lykilmaður í liði Hauka og er með 19,2 stig að meðaltali í leik í vetur
Helena er lykilmaður í liði Hauka og er með 19,2 stig að meðaltali í leik í vetur Vísir/Andri Marinó
Helena Sverrisdóttir er með glóðarauga á báðum augum eftir samstuð við Isabellu Ósk Sigurðardóttur í leik Hauka og Breiðabliks á Ásvöllum um helgina. Helena fékk einnig skurð á nefið en ekki er hægt að segja til um hvort um nefbrot sé að ræða fyrr en eftir nokkra daga.

Í samtali við Vísi í dag sagði Helena andlitið vera mjög bólgið og því sé ekki hægt að segja til um alvarleika málsins strax. Hún muni hitta sérfræðing þegar bólgan hjaðnar og þá verði staðan tekin.

„Mér er eiginlega alveg sama hvort það sé brotið eða ekki, þetta er ekkert að fara að hægja á mér þannig,“ sagði Helena sem var nokkuð brött og lét meiðslin ekki trufla sig mikið.

„Mér er illt í nefinu, en þetta er ekki það hræðilegasta sem hefur komið fyrir svo maður er ekkert að kvarta yfir þessu.“

Haukar fengu deildarmeistaratitilinn afhentan í leikslok á laugardaginn. Aðeins tvær umferðir eru eftir í Domino's deild kvenna og svo tekur úrslitakeppnin við.

Helena var ekki viss um að hún yrði með í næsta deildarleik, enda fer hann fram eftir tvo daga, en hún verður mætt á parketið í úrslitakeppninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×