Körfubolti

Martin stigahæstur gegn toppliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin heldur áfram að fara á kostum, jafnt með félagsliði sínu sem og íslenska landsliðinu.
Martin heldur áfram að fara á kostum, jafnt með félagsliði sínu sem og íslenska landsliðinu. vísir/anton
Martin Hermannsson var frábær er lið hans, Chalons-Reims, tapaði með minnsta mun 76-75, í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Leikurinn var gífurlega spennandi.

 

Martin og félagar voru yfir í hálfleik, 37-33, og voru yfir þegar þrjár sekúndur voru eftir en topplið Le Mans tryggði sér sigurinn í þann mund sem flautan gall. Martin skoraði 20 stig og var stigahæstur.

Chalons-Reims er í fjórtánda sætinu með 20 stig, en þó eru bara tvö stig upp í áttunda sæti deildarinnar. Efstu átta sætin fara í úrslitakeppni en deildin er rosalega jöfn.

Le Mans er á toppi deildarinnar, með jafn mörg stig og Monaco, en Monaco á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×