Sport

Nenni ekki að hlusta á vælið í Jon Jones lengur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jones er ótrúlega hæfileikaríkur bardagamaður en einkar lunkinn við að skemma fyrir sjálfum sér.
Jones er ótrúlega hæfileikaríkur bardagamaður en einkar lunkinn við að skemma fyrir sjálfum sér. vísir/getty
Það er búið að taka keppnisleyfið af UFC-stjörnunni Jon Jones og margir innan bransans farnir að snúa baki við honum.

Þar á meðal er fyrrum UFC-meistarinn Miesha Tate sem getur ekki bara ekki meira af dramanu í kringum Jones.

„Mér er eiginlega orðið alveg sama hvort hann snýr aftur eður ei. Ég hef ekki lengur áhuga og hef misst alla trú á honum,“ sagði Tate sem hefur lagt hanskana á hilluna.

„Ég nenni ekki að hlusta á vælið í honum lengur. Ég fann til með honum í fyrsta skiptið sem hann féll á lyfjaprófi og líka aðeins þegar hann féll í annað sinn. Nú hef ég bara fengið nóg og er alveg sama.“

Óljóst er hvenær Jones fær að keppa á nýjan leik en líklegt er að hann fái annað tækifæri hjá UFC þegar hann er orðinn löglegur á ný.

Honum fannst leiðinlegt að heyra að Miesha væri búin að missa trúna á honum og biður hana bara um að bíða og sjá hvað gerist.





MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×