Enski boltinn

Guardiola ánægður: Erfitt að einbeita sér eftir að vinna bikar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola með bikarinn.
Pep Guardiola með bikarinn. vísir/getty
Manchester City vann annan sigurinn á Arsenal á fimm dögum þegar liðið fór með 3-0 sigur á Emirates í kvöld. Arsene Wenger virðist engin svör hafa gegn leik Manchester City og voru báðir leikirnir hörmulegir af hálfu Arsenal.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, vildi þó ekki gefa út að þetta hafi verið það auðvelt fyrir lið sitt.

„Það er erfitt að vinna tvo leiki í röð gegn Arsenal. Fyrstu fimm mínúturnar og fyrsta korterið í seinni hálfleik voru ekki nógu góðar, en það var mikilvægt að vinna aftur. Við viljum verða meistarar,“ sagði Spánverjinn eftir leikinn.

„Arsenal getur búið til færi upp úr engu og við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel svo það var mikilvægt að Ederson varði vítaspyrnuna.“

„Það er erfitt að einbeita sér eftir að hafa unnið bikar fyrir fjórum dögum.“

Manchester City er nú með 16 stiga forystu í deildinni þegar 10 umferðir eru eftir.

„Við eigum erfiða leiki framundan; Chelsea, Everton, United og Tottenham. Það var mikilvægt að ná 16 stiga forystu og markatölu,“ sagði Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×