Enski boltinn

Everton þarf styttra spil til að kveikja í Gylfa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi fagnar marki sem hann skoraði gegn Crystal Palace í nóvember.
Gylfi fagnar marki sem hann skoraði gegn Crystal Palace í nóvember. Vísir / Getty
Everton þarf að spila styttri bolta til þess að fá það mesta út úr Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta segir í grein Adrian Clarke á vefsíðu ensku úrvalsdeildarinnar.

Gylfi hefur ekki verið eins áberandi í vetur og síðustu tímabil þegar hann var hjá Swansea. Hann býr til 1,86 marktækifæri í hverjum heimaleik Everton á móti 2,1 tækifæri á síðustu leiktíð.

Everton hefur aðeins einu sinni í vetur skorað meira en eitt mark á útivelli og í útileikjum býr Gylfi aðeins til 1,14 marktækifæri í leik.

Samkvæmt Clarke þá þarf spilið hjá Everton að vera styttra, þeir þurfa að finna Gylfa oftar í fætur til þess að bæta við smá neista í spil þeirra.

Everton mætir á Turf Moor þar sem Jóhann Berg Guðmundsson tekur á móti liðsfélaga sínum hjá íslenska landsliðinu í hádeginu á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×