Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 64-62 | ÍR vann toppslaginn í háspennu í Seljaskóla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Matthías Orri Sigurðarson í leiknum í kvöld.
Matthías Orri Sigurðarson í leiknum í kvöld. Vísir/Bára
ÍR eyðilagði sigurveislu Hauka með frábærum tveggja stiga sigri í hörku leik í Seljaskóla í kvöld. ÍR þurfti að vinna leikinn með meira en tíu stigum til þess að eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum, sem þeim tókst ekki, en Tindastóll á enn möguleika á að stela honum af Haukum.

Leikurinn einkenndist af hörku vörn. Það var mjög lítið skorað í þessum leik, lokatölur urðu 64-62 og á fimm mínútna kafla í fyrri háfleik skoruðu ÍR-ingar eina þriggja stiga körfu og Haukar ekki eitt einasta stig. Á þeim tíma var staðan 24-11 fyrir heimamenn og munurinn á liðunum sá mesti sem hann varð í leiknum. Haukar tóku þá áhlaup og skoruðu næstu tólf stig og allan seinni hálfleikinn var leikurinn í járnum.

Heimamenn í ÍR voru þó alltaf skrefinu framar, þristur Paul Jones seint í þriðja leikhluta kom Haukum yfir í fyrsta skipti frá fyrstu mínútum leiksins. Þegar örfáar sekúndur voru eftir á klukkunni kom Matthías Orri Sigurðarson ÍR í tveggja stiga forystu af vítalínunni. Haukar fóru í sókn og þurftu þrist til að stela sigrinum en Ryan Taylor varði skot Hauks Óskarssonar og ÍR fór með sigur.

Bára Dröfn Friðriksdóttir, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem má sjá í flettiglugganum neðst í greininni.

Afhverju vann ÍR?

Í rauninni datt sigurinn ÍR megin því Ryan Taylor er einn sá besti, ef ekki sá besti, í að verja skot. Haukur var búinn að hitta þokkalega í Haukaliðinu og hann hefði vel getað rænt sigrinum. Það er fátt sem ÍR-ingarnir voru að gera eitthvað miklu betur en Haukarnir. Þeir náðu aðeins oftar að stela boltanum í vörninni, en Haukaliðið var að spila mjög vel.

Hverjir stóðu upp úr?

Margnefndur Ryan Taylor átti mjög sterkan leik í liði ÍR og Danero Thomas var einnig sterkur í dag. Með Matthíasi Orra fullkomnast þessi þrenning ÍR-inga sem hefur verið svo sterk í vetur, en Matthías hefur þó oft átt betri leiki en hann gerði hérna í dag. Það er nokkuð erfitt að velja einhvern einn því liðsheildin var svo sterk hjá ÍR í dag.

Hjá Haukum var Paul Jones stigahæstur og ásamt Hauki voru þeir svona þeir einu sem voru að hitta eitthvað af viti í sókninni, en eins og áður segir var varnarleikurinn flottur hjá flest öllum í dag.

Hvað gekk illa?

Liðin voru ekki að hitta neitt voðalega vel. Eins og áður hefur komið fram var varnarleikurinn frábær, en bæði lið voru oft í mjög opnum skotum en hittu bara ekki í körfuna.

Hvað gerist næst?

Það er bara ein umferð eftir af deildarkeppninni og hún fer öll fram á fimmtudaginn klukkan 19:15 svo engin brögð verði í tafli. Þar fá Haukar sterkt Valslið í heimsókn og fá að öllum líkindum deildarmeistaratitilinn eftir þann leik, allavega mun sigur tryggja efsta sætið. ÍR-ingar þurfa að fara til Keflavíkur og mæta þar liði sem þeir gætu mætt svo í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Borce Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/Bára
Borche: Erum búnir að bíða eftir þessu í ár

„Eftir að hafa tapað fyrir Grindavík þá líður mér frábærlega núna,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var frábær leikur, stigaskorið segir allt sem segja þarf, bæði lið spiluðu frábæran varnarleik.“

„Við áttum góð augnablik en við áttum líka það sem ég kalla gular mínútur, þar sem við töpum sigum. En hvernig við enduðum leikinn var mikilvægt og allir mínir leikmenn gerðu sitt besta til þess að vinna leikinn í kvöld.“

Leikurinn í kvöld var líklega það sem maður sér í orðabókinni undir orðinu hörku leikur. Bæði lið spiluðu vel, stemmingin var mögnuð og háspenna út allan leikinn.

„Þessi leikur minnti á úrslitakeppnina. Þessi lið ásamt Tindastól og KR eru búin að spila best í vetur og eru bæði liðin orðin nokkuð tilbúin í úrslitakeppnina. Þeir eru án Kára en við erum án tveggja leikmanna og ég býst við öllum leikjunum héðan í frá svona.“

„Já, algjörlega,“ sagði Borche aðspurður hvort ÍR gæti farið alla leið. „Við erum tilbúnir og erum búnir að bíða eftir þessu síðan við fórum 3-0 út gegn Stjörnunni,“ sagði Borche Ilievski.

Ívar Ásgrímsson.Vísir/Bára
Ívar: Tek bara jákvætt út úr þessum leik

„Svekktur að hafa tapað þessum leik, en þetta var gríðarleg barátta. Það sem vantar helst í þessum leik er að við hittum illa fyrir utan,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.

„Við eigum möguleika á að vinna þennan leik þrátt fyrir að vera að hitta svona illa. Við vorum í galopnum færum, fannst við oft í miklu opnari skotum en þeir fengu. Ég er búinn að segja við strákana, ef við töpum leik þegar við erum að djöflast og berjast og leggja okkur fram þá verður bara að hafa það.“

„Mér fannst leikurinn vel dæmdur, þetta eru hörku lið. Við settum ekki neitt, Hjálmar var ekki að setja neitt og Finnur var ragur sóknarlega. Þegar við erum án þeirra sóknarlega þá er það erfitt.“

Ívar ætlaði þó ekki að setja á sérstaka skotæfingu á morgun, þrátt fyrir lélega hittni í kvöld.

„Þetta var bara eitt af þessum kvöldum þar sem boltinn dettur ekki. Það er frábært að spila illa sóknarlega og eiga samt möguleika á að vinna á móti toppliði á sterkum útivelli.“

„Ég held við getum ekki tekið neitt annað en jákvætt út úr þessum leik. Við vorum með pressuna á okkur að verða deidlarmeistarar og það hefur kannski setið aðeins í okkur,“ sagði Ívar Ásgrímsson.

Ryan Taylor.Vísir/Bára
Ryan: Minnir á úrslitakeppnina

„Mér líður vel, það var gott að koma til baka og vinna eftir að hafa tapað síðasta leik,“ sagði Ryan Taylor eftir að hafa unnið leikinn fyrir ÍR.

„Við vissum að þeir myndu þurfa þrist til að vinna svo við gáfum okkur alla í vörnina.“

„Það var andrúmsloft sem minnti á úrslitakeppnina,“ sagði Ryan. „Báður hópur stuðningsmanna var frábær og leikurinn var almennt mjög góður.“

„Við viljum halda áfram að spila vel, ekki fara of hátt eða lágt, og við erum að undirbúa okkur vel fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Ryan Taylor.

Finnur Atli Magnússon.Vísir/Bára
Finnur: Ég var skelfilegur í þessum leik

„Þetta var bara einn af þessum leikjum,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, eftir leikinn. „Við hittum alveg skelfilega, vorum 5 af 31 í þriggja stiga og tökum sex víti í leiknum.“

„Þetta var hörku barátta, vörnin okkar var fín og þetta er ennþá í okkar höndum.“

Hann var nokkuð samála þjálfara sínum með að það væri hægt að taka margt jákvætt út úr leiknum.

„Við leikmennirnir tökum kannski smá inn á okkur, ég hitti ekki neitt og var skelfilegur í þessum leik, gerði það sem ég gat varnarlega en sóknarlega var ég alveg off.“

„Við skorum ekkert í einhverjar fimm mínútur en við komumst aftur inn í leikinn sem er mjög jákvætt. Við vorum inni í leiknum þrátt fyrir að spila ekki vel og hitta ekki vel í leiknum þannig að það er margt jákvætt í þessu.“

Finnur sagði pressuna af deildarmeistaratitlinum ekki vera að trufla þá mikið.

„Hefði verið mun meiri pressa hefði ÍR unnið Grindavík í síðasta leik. Við eigum einn leik eftir og við höldum áfram. Við hefðum hvort sem er ekkert fengið bikarinn í dag. Hefði verið fínt að klára þetta núna en þetta er enn í okkar höndum.“

„Við vissum að þessi leikur yrði eins og úrslitaleikur. Þetta er eitt af þessum liðum sem við þurfum væntanlega að sigra til þess að verða Íslandsmeistarar. Þess vegna er svo fínt fyrir okkur að verða deildarmeistarar þannig að við fáum heimavallarrétinn og þurfum ekki að koma of oft hingað þar sem við hittum ekki neitt,“ sagði Finnur Atli Magnússon.

Paul Anthony Jones.Vísir/Bára
Ívar Ásgrímsson.Vísir/Bára
Davíð Tómas Tómasson.Vísir/Bára
Danero Thomas.Vísir/Bára
Sigtryggur Már Herbertsson, dómari.Vísir/Bára
Borce Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/Bára
Ryan Taylor.Vísir/Bára
Danero Thomas.Vísir/Bára
Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/Bára
Ryan Taylor.Vísir/Bára
Hjálmar Stefánsson, Haukum, og Sveinbjörn Claessen, ÍR.Vísir/Bára
Paul Anthony Jones III.Vísir/Bára
Emil Barja.Vísir/Bára
Leifur Sigfinnur Garðarsson, dómari.Vísir/Bára
Finnur Atli Magnússon.Vísir/Bára
Emil Barja.Vísir/Bára
Sigurkarl Róbert Jóhannesson.Vísir/Bára
Danero Thomas.Vísir/Bára
Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/Bára
Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/Bára

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira