Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2018 14:30 Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. Nái frumvarpið fram að ganga yrði það í fyrsta skipti í heiminum sem aðgerð sem þessi yrði bönnuð með lögum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en átta meðflutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru þeir nánast allir sammála um að umskurður á drengjum fæli í sér brot á mannréttindum þeirra en bann við umskurði fæli ekki í sér brot gegn trúfrelsi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti einn þingmanna yfir afgerandi andstöðu við frumvarpið. „Frumvarpið hefur fengið töluverða athygli og er fordæmt víða erlendis frá. Ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég vil hiins vegar taka það fram að ég er ekki sérstakur talsmaður umskurðar. Ég er hins vegar á móti því að gera umskurð refsiverðan samkvæmt hegningarlögum,“ sagði Birgir í umræðunum í gær. Eins og þingmaðurinn kom inn á hefur frumvarpið vakið athygli bæði hér á landi og í útlöndum og hafa nokkur samtök gyðinga og múslima lýst andstöðu sinni við það. En samkvæmt frumvarpinu gæti það varðað allt að sex ára fangelsi að framkvæma umskurð á sveinbörnum en bann við umskurði á stúlkum og konum er nú þegar í íslenskum lögum. Fjölmargir hafa einnig lýst stuðningi sínum við frumvarpið, meðal annarra um fjögur hundruð îslenskir læknar. Silja Dögg segir ekki eðlilegt að sársaukafull og óafturkræf aðgerð sé gerð á börnum og ekki hafi tekist að sýna fram á að umskurður bæti almennt heilsufar drengja og karlmanna. „Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu,“ sagði Silja Dögg. Silja Dögg segir frumvarpið ekki beinast gegn trúarbrögðum enda eigi umskurður sér lengri sögu en þeirra sem getið sé í trúarritum gyðinga og þótt umskurður sé algengur meðal muslima sé aðgerðarinnar ekki getið í trúarritum þeirra. Vísaði þingmaðurinn til yfirlýsingar umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og leiðandi barnalækna, barna skurðlækna og barnahjúkrunarfræðinga frá árinu 2013. „Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans. Sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaberkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum og hefðbundnum siðum sem skaðað geta heilsu þeirra,“ sagði Silja Dögg. Frumvarpinu var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. Verði það að lögum yrðu það fyrstu lögin af þessu tagi í heimnum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. Nái frumvarpið fram að ganga yrði það í fyrsta skipti í heiminum sem aðgerð sem þessi yrði bönnuð með lögum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en átta meðflutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru þeir nánast allir sammála um að umskurður á drengjum fæli í sér brot á mannréttindum þeirra en bann við umskurði fæli ekki í sér brot gegn trúfrelsi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti einn þingmanna yfir afgerandi andstöðu við frumvarpið. „Frumvarpið hefur fengið töluverða athygli og er fordæmt víða erlendis frá. Ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég vil hiins vegar taka það fram að ég er ekki sérstakur talsmaður umskurðar. Ég er hins vegar á móti því að gera umskurð refsiverðan samkvæmt hegningarlögum,“ sagði Birgir í umræðunum í gær. Eins og þingmaðurinn kom inn á hefur frumvarpið vakið athygli bæði hér á landi og í útlöndum og hafa nokkur samtök gyðinga og múslima lýst andstöðu sinni við það. En samkvæmt frumvarpinu gæti það varðað allt að sex ára fangelsi að framkvæma umskurð á sveinbörnum en bann við umskurði á stúlkum og konum er nú þegar í íslenskum lögum. Fjölmargir hafa einnig lýst stuðningi sínum við frumvarpið, meðal annarra um fjögur hundruð îslenskir læknar. Silja Dögg segir ekki eðlilegt að sársaukafull og óafturkræf aðgerð sé gerð á börnum og ekki hafi tekist að sýna fram á að umskurður bæti almennt heilsufar drengja og karlmanna. „Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu,“ sagði Silja Dögg. Silja Dögg segir frumvarpið ekki beinast gegn trúarbrögðum enda eigi umskurður sér lengri sögu en þeirra sem getið sé í trúarritum gyðinga og þótt umskurður sé algengur meðal muslima sé aðgerðarinnar ekki getið í trúarritum þeirra. Vísaði þingmaðurinn til yfirlýsingar umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og leiðandi barnalækna, barna skurðlækna og barnahjúkrunarfræðinga frá árinu 2013. „Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans. Sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaberkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum og hefðbundnum siðum sem skaðað geta heilsu þeirra,“ sagði Silja Dögg. Frumvarpinu var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. Verði það að lögum yrðu það fyrstu lögin af þessu tagi í heimnum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48