Bíó og sjónvarp

Tjáknin valin verst allra á árinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
The Emoji Movie hlaut fjögur Razzie-verðlaun.
The Emoji Movie hlaut fjögur Razzie-verðlaun. Vísir/AFP
Teiknimyndin The Emoji Movie með leikurunum James Corden og Patrick Stewart í aðalhlutverkum vann stórsigur á Razzie-verðlaunahátíðin í gær. Verstu kvikmyndir ársins eru heiðraðar á hátíðinni sem haldin er ár hvert.

The Emoji Movie hlaut fjögur Razzie-verðlaun, sem versta mynd ársins 2017 eins og áður sagði, auk verðlauna í leikstjórnar- og handritsflokkum. Kvikmyndin fjallar um ævintýri „emoji“-tákna svokallaðra, eða tjákna upp á íslensku, sem snjallsímanotendur þekkja eflaust margir úr lyklaborðum síma sinna.

Þá hlaut Tom Cruise verðlaun sem versti leikari fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Mummy. Tyler Perry var valinn versta leikkonan en hann fór m.a. með hlutverk eldri konu í kvikmyndinni Boo 2: A Medea Halloween. Þetta er annað árið í röð sem Perry hlýtur verðlaunin.

Razzie-verðlaunahátíðin er iðulega haldin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem fer einmitt fram í kvöld í Los Angeles í kvöld.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×