Bíó og sjónvarp

Tjáknin valin verst allra á árinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
The Emoji Movie hlaut fjögur Razzie-verðlaun.
The Emoji Movie hlaut fjögur Razzie-verðlaun. Vísir/AFP

Teiknimyndin The Emoji Movie með leikurunum James Corden og Patrick Stewart í aðalhlutverkum vann stórsigur á Razzie-verðlaunahátíðin í gær. Verstu kvikmyndir ársins eru heiðraðar á hátíðinni sem haldin er ár hvert.

The Emoji Movie hlaut fjögur Razzie-verðlaun, sem versta mynd ársins 2017 eins og áður sagði, auk verðlauna í leikstjórnar- og handritsflokkum. Kvikmyndin fjallar um ævintýri „emoji“-tákna svokallaðra, eða tjákna upp á íslensku, sem snjallsímanotendur þekkja eflaust margir úr lyklaborðum síma sinna.

Þá hlaut Tom Cruise verðlaun sem versti leikari fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Mummy. Tyler Perry var valinn versta leikkonan en hann fór m.a. með hlutverk eldri konu í kvikmyndinni Boo 2: A Medea Halloween. Þetta er annað árið í röð sem Perry hlýtur verðlaunin.

Razzie-verðlaunahátíðin er iðulega haldin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem fer einmitt fram í kvöld í Los Angeles í kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.