Fótbolti

Bayern fór illa með Freiburg

Einar Sigurvinsson skrifar
Thomas Muller spilaði vel í dag.
Thomas Muller spilaði vel í dag. vísir/getty
Bayern Munchen vann stórsigur á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 4-0 sigri Bayern en leikurinn fór fram á Schwarzwald-vellinum í Freiburg. Þetta var níundi útsigur Bayern í síðustu tíu útileikjum, en liðið hefur ekki tapað leik síðan í nóvember í fyrra.

Fyrsta mark leiksins kom á 25. mínútu þegar Alexander Schwolow, markvörður Freiburg, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Einungis þremur mínútum síðar bætti Corentin Tolisso öðru marki við fyrir Bayern, 2-0, og var það staðan í hálfleik.

Í síðari hálfleik skoruðu síðan þeir Sandro Wagner og Thomas Müller sitthvort markið og þar við sat. Lokatölur 4-0 fyrir Bayern og fátt virðist geta stoppað þá þessa stundina.

Með sigrinum jók Bayern Munchen forskot sitt á toppi deildarinnar. Þeir eru nú með 63 stig, 20 stigum meira en Schalke sem situr í 2. sæti. Freiburg siglir hins vegar lygnan sjó í 13. sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×