Fótbolti

Ole Gunnar Solskjær: Það er leiðinlegt að vera fótboltamaður

Einar Sigurvinsson skrifar
Ole Gunnar Solskær, þjálfari Molde.
Ole Gunnar Solskær, þjálfari Molde. getty
Ole Gunnar Solskær, þjálfari Molde í Noregi, segir að líf atvinnumannsins í knattspyrnu sé alls ekki eins skemmtilegt að það kann að líta út fyrir að vera. „Það er leiðinlegt að vera fótboltamaður, svo einfalt er það,“ sagði Ole Gunnar Solskær í viðtali við VG í Noregi á dögunum.

Solskær er þekktastur fyrir feril sinn með Manchester United, þar sem hann spilaði 235 leiki og skoraði 91 mark. Það mikilvægasta skoraði hann í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 1999, þegar hann tryggði Manchester United 2-1 sigur á Bayern Munich á síðustu augnarblikum leiksins.

„Þú þarft að hvíla þig vel, borða vel og æfa vel. Ef þú æfir mjög vel, þarftu síðan að hvíla þig mjög vel. Ef þú ætlar að verða bestur, þarftu að lifa eins og sá besti.“

„Ég hef ferðast út um allan heim en ég get ekki sagt að ég muni eftir neinum af þeim frábæru borgum sem ég hef komið til. Núna, sem þjálfari, get ég loksins farið að líta í kringum mig. Sem leikmaður, þarftu að ferðast, hvíla þig fyrir æfingar og sannfæra síðan þjálfarinn þinn á æfingum um að þú eigir heima í liðinu.“

Þá segir Solskjær að það sé þrátt fyrir að það séu hömlur á því sem hægt er að gera sem fótboltamaður, sé nauðsynlegt að hafa það sem best.

„Það er ekki hægt að lifa svarthvítu lífi. Þú verður að njóta þín, bæði innan sem utan vallar. En það eru takmarkanir á því sem þú getur gert.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×