Fótbolti

Stuðningsmenn slógust við leikmenn | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona sér maður ekki á hverjum degi.
Svona sér maður ekki á hverjum degi.
Margir stuðningsmanna hollenska liðsins Go Ahead Eagles eru á leiðinni í langt bann og félagið á líka von á harðri refsingu eftir uppákomu helgarinnar.

Eftir leik Go Ahead Eagles og De Graafschap í hollensku B-deildinni um helgina, sem De Graafschap vann 4-0, þá ruku nokkrir stuðningsmenn Eagles út á völlinn til þess að lemja leikmenn De Graafschap.

Leikmennirnir börðu eðlilega frá sér og það voru mikil átök áður en öryggisverðirnir náðu að yfirbuga ofbeldismennina. Stuðinu var ekki alveg lokið þar því fleiri stuðningsmenn komu þá inn á völlinn til þess að reyna að bjarga hinum handteknu félögum sínum.

Ótrúleg uppákoma sem má sjá hér að neðan.



 
Het liep he-le-maal uit de hand na Go Ahead Eagles - De Graafschap vanmiddag...

A post shared by FOX Sports (@foxsportsnl) on Mar 4, 2018 at 8:56am PST




Fleiri fréttir

Sjá meira


×