Körfubolti

Sjö ára barn í Njarðvík gaf Ragga Nat góð ráð fyrir kvöldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Nathanaelsson.
Ragnar Nathanaelsson. Vísr/Andri Marinó
Njarðvíkingar hafa tapað tveimur leikjum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta og fengu á sig talsverða gagnrýni í síðasta Körfuboltakvöldi.

Næsti leikur liðsins er á móti bikarmeisturum Tindastóls í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Miðherjinn Ragnar Águst Nathanaelsson fékk góð ráð fyrir kvöldið úr óvæntri átt.

Raggi Nat eins og við þekkjum hann auglýsir leik kvöldsins á Twitter með því að vitna í ungan vin sinn frá Njarðvík eins og sjá má hér fyrir neðan.







Það væri nú ekki slæmt ef Logi Gunnarsson og Maciek Baginski færu að hitta betur úr þriggja stiga skotunum eða að Raggi fengi oftar boltann í úrvalsstöðu inn í teig til að troða með tilþrifum.

„Þessi sjö ára börn í Njarðvík kunna að peppa mann upp fyrir síðasta heimaleik í deildinni,“ skrifaði Ragnar og nú er að sjá hvað kappinn gerir í leik kvöldsins.

Ragnar Águst Nathanaelsson er með 7,8 stig og 8,0 fráköst að meðaltali í leik í Domino´s deildinni á þessu tímabili.

Eftir tap á móti Haukum og Keflavík er ljóst að Njarðvíkingar þurfa að passa sig ætla þeir ekki að detta niður um fleiri sæti fyrir lok deildarkeppninnar. Liðið er nú í sjötta sæti en var í fimmta sæti fyrir 21. umferðina sem lýkur í kvöld.

Njarðvík gæti dottið niður í sjöunda sætið eftir úrslitin í kvöld takist nágrönnum þeirra í Keflavík að ná þeim að stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×