Fótbolti

Birkir Már vinnur ekki bara landsleiki heldur líka ferðavinninga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Már vinnur og vinnur.
Birkir Már vinnur og vinnur. mynd/Notaðir bílar - Brimborg

Bikir Már Sævarsson, landsliðsbakvörður í fótbolta, getur ekki hætt að vinna. Lífið leikur við Valsmanninn sem er á leiðinni á HM í sumar með strákunum okkar.

Eftir HM og tímabilið í Pepsi-deildinni er hann nefnilega á leiðinni í gott frí í boði Brimborgar því Birkir vinnur ekki bara landsleiki heldur líka ferðavinninga.

Bakvörðurinn eldfljóti keypti sér Ford Explorer á dögunum og vann eftir það Ferðafjörsleik Brimborgar í febrúar. Í sigurlaun fékk hann aðalferðavinninginn sem nemur 400.000 krónum.

Birkir Már tók við vinningnum úr höndum Ingigerðar Einarsdóttur, markaðsstjóra Ford, í höfuðstöðvum Brimborg sem er, eins og allir vita, öruggur staður til að vera á.

Birkir Már sneri heim úr atvinnumennsku í vetur og samdi við uppeldisfélag sitt Val. Hann er að reyna að komast í stutt lán til Norðurlanda til að vera betur undirbúinn fyrir HM en allt stefnir í að hann verði bara hér heima fram að Íslandsmótinu.

Valsmenn eru líklegir til að verja Íslandsmeistaratitil sinn í sumar þannig hver veit nema Birkir taki aðra gullmedíalíu sína frá Íslandsmótinu þegar hann fær loks sumarfrí í október næsta haust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.