Fótbolti

Þetta eru stelpurnar sem byrja á móti Evrópumeisturunum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir leikur sinn fyrsta leik á Algarve mótinu.
Fanndís Friðriksdóttir leikur sinn fyrsta leik á Algarve mótinu. Vísir/Getty
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið byrjunarliðið sitt á móti Evrópumeisturum Hollands á Algarve mótinu.

Fanndís Friðriksdóttir kemur inn í liðið og spilar sinn fyrsta leik á mótinu en hún missti af leikjunum við Danmörku og Japan vegna meiðsla.

Ingibjörg Sigurðardóttir byrjar í dag og hefur þar með, ein leikmenna liðsins, verið í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum.

Þrír leikmenn halda sæti sínu í byrjunarliðinu frá því í Japansleiknum en það eru auk Ingibjargar þær Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður og Selma Sól Magnúsdóttir.

Hollenska liðið vann Evrópumeistaratitilinn á heimavelli síðasta sumar og hefur skorað 9 mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum á Algarve mótinu.

Leikurinn hefst klukkan 15:40 að íslenskum tíma og fer fram á Est. Municipal de Albufeira. Þetta er þriðji, og síðasti, leikur Íslands í riðlakeppninni en leikið er um sæti á miðvikudaginn. Til þessa hafa stelpurnar gert markalaust jafntefli gegn Danmörku og tapað 1-2 gegn Japan.







Byrjunarlið Íslands í dag gegn Hollandi á Algarve:

Guðbjörg Gunnarsdóttir (Markvörður)

Sif Atladóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir (Fyrirliði)

Hallbera Guðný Gísladóttir

Selma Sól Magnúsdóttir

Agla María Albertsdóttir

Rakel Hönnudóttir

Fanndís Friðriksdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×