Innlent

Frelsisflokkurinn býður fram í Reykjavík

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins.
Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins. vísir/vilhelm

Stjórn Frelsisflokksins hefur ákveðið að flokkurinn muni bjóða fram lista í Reykjavík í komandi sveitarsjtórnarkosningum.

Í tilkynningu frá flokknum segir að sjtórnin muni stilla upp fullmönnuðum framboðslista en að ákveðið hafi verið að Gunnlaugur Ingvarsson, formaður flokksins muni leiða listann í Reykjavík. Gunnlaugur leiddi lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar árið 2016.

Á vef Frelsisflokksins segir að flokkurinn standi vörð um íslenskt fullveldi og þjóðfrelsi íslensku þjóðarinnar.

„Flokkurinn vill varðveita og efla íslenska þjóðmenningu og tungu. Útlendingar sem flytjast til landsins á lögmætum forsendum aðlagist íslensku samfélagi. Frelsisflokkurinn styður þjóðleg borgaraleg viðhorf, kristna trú og gildi. Frelsisflokkurinn tekur almannahagsmuni framyfir sérhagsmuni. Þjóðríkjahugsjónin og frelsi þjóða er grunnstefna Flokksins.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.