Lífið

Kimmel reif stærstu stjörnur heims á lappir og bíógestir misstu andlitið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atvik sem kom heldur betur á óvart fyrir gesti kvikmyndahússins.
Atvik sem kom heldur betur á óvart fyrir gesti kvikmyndahússins.

Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn aðfaranótt mánudags í Los Angeles.

Verðlaunin skiptust nokkuð jafnt á milli þeirra tilnefndu og fékk kvikmyndin The Shape of Water fern verðlaun, þar á meðal sem besta kvikmynd, en hún fékk alls 13 tilnefningar.

Kynnir kvöldsins var spjallþáttstjórnandinn Jimmy Kimmel og þótti hann standa sig mjög vel á sunnudagskvöldið.

Kimmel vildi fá að þakka hinum almenna borgara í Bandaríkjunum. Fólkinu sem fer í kvikmyndahúsin og borgar sig inn á myndirnar.

Hann reif því í Gal Gadot, Lin-Manuel Miranda, Mark Hamill, Lupita Nyong’o, Emily Blunt, Ansel Elgort, Armie Hammer, Margot Robbie og Guillermo del Toro úr salnum og dró þau yfir í kvikmyndahús sem var í næsta nágrenni. Þar fékk hinn venjulegi Jón Jónsson að hitta stjörnurnar sjálfar.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega atvik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.