Innlent

Tekinn á 175 kíló­metra hraða á Reykja­nes­brautinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nokkuð hefur verið um hraðakstur á Reykjanesbrautinni síðustu daga.
Nokkuð hefur verið um hraðakstur á Reykjanesbrautinni síðustu daga. vísir/vilhelm
Erlendur ferðamaður sem var á ferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina var gert að greiða 112.500 krónur í hraðasekt þar sem hann ók á 175 kílómetra hraða eftir Reykjanesbrautinni. Hámarkshraði þar er 90 kílómetrar á klukkustund.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kæri lögreglan auk þess 35 aðra ökumenn fyrir hraðakstur á síðustu dögum. Áttu langflest brotin sér stað á Reykjanesbraut. Í þrettán tilfellum var um erlenda ferðamenn að ræða sem óku of hratt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×