Viðskipti innlent

Kosið um kaupauka í næstu viku

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Klakki heldur utan um 100 prósenta eignahlut í Lykli.
Klakki heldur utan um 100 prósenta eignahlut í Lykli. VÍSIR/STEFÁN

Stjórn Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, hefur boðað til hluthafafundar næsta þriðjudag þar sem lagt verður til að kaupaukagreiðslur til stjórnenda og stjórnar verði dregnar til baka.

Greint var frá því í Markaðinum í desember í fyrra að hluthafafundur Klakka hefði samþykkt tillögu að kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Hefðu heildarbónusgreiðslur getað numið allt að 550 milljónum króna að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Áformin vöktu hörð viðbrögð og tilkynnti stjórnin daginn eftir að frétt Markaðarins birtist að hún hefði ákveðið að mæla með því við hluthafa að greiðslurnar yrðu dregnar til baka. Sagði stjórnin það nauðsynlegt til þess að skapa traust í garð félagsins.


Tengdar fréttir

Hætta við mótmælin eftir tilkynningu Klakka

Formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður VR höfðu boðað til mótmæla vegna ákvörðunar stjórnar Klakka að greiða stjórnendum félagsins 550 milljón króna kaupauka.

Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka

Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.