Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Arsenal rekinn útaf fyrir að segja nafnið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sanchez Watt.
Sanchez Watt. Vísir/Getty

Sanchez Watt er uppalinn hjá Arsenal og var leikmaður félagsins til 22 ára aldurs. Nú spilar hann með Hemel Hempstead Town og kom sér í vandræði hjá dómara í Þjóðardeildinni.

Sanchez Watt var rekinn af velli vegna misskilnings dómarans. Dean Hulme dómari hélt að Watt væri með stæla en annað kom á daginn.Dómarinn spurði Sanchez Watt þrisvar sinnum um hvað nafnið hans væri og leikmaðurinn svaraði samviskulega „Watt" en dómarinn hélt að hann væri að svara „What" eða „Hvað.“

Dómarinn komst síðan að þeirri niðurstöðu að leikmaðurinn hafi verið með þessu að sýna sér óvirðingu og sendi hann í sturtu.
Dean Hulme dómari tók rauða spjaldið hinsvegar til baka þegar hann fékk útskýringu á svörum Sanchez Watt.

„Þetta voru mannleg mistök og dómarinn var nógu mikill maður til að leiðrétta mistökin sín,“ sagði Dave Boggins, stjórnarmaður  Hemel Hempstead Town við BBC Sport.

„Ég held að allir hafi getað hlegið af þessu eftir á, meira að segja dómarinn sjálfur,“ bætti Boggins við.

Sanchez Watt var leikmaður Arsenal frá 1998 til 2009 þar af var hann með aðalliðinu frá 2009 til 2013. Hann fékk þó aldrei að spila leik með liðinu heldur var lánaður ítrekað áður en hann missti samning sinn hjá félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.