Körfubolti

Þrjú lið geta endað jöfn á toppnum en aðeins tvö þeirra geta orðið meistarar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnur Atli Magnússon hefur orðið deildarmeistari með KR en getur nú hjálpað Haukum að vinna í fyrsta sinn.
Finnur Atli Magnússon hefur orðið deildarmeistari með KR en getur nú hjálpað Haukum að vinna í fyrsta sinn. Vísir/Bára

Fulltrúar KKÍ verða til taks með verðlaunagripi í bæði Keflavík og á Ásvöllum annað kvöld en það skýrist í leikslok í lokaumferðinni hvaða lið hampar deildarmeistaratitilinum í ár.

Haukar, ÍR og Tindastóll geta öll endað jöfn á toppnum en aðeins Haukar og ÍR geta orðið deildarmeistarar. Deildameistararbikarinn fer því aldrei á loft á Sauðarkróki.

KKÍ skýrir út stöðuna á toppnum í frétt á heimasíðu sinni í dag.

Tvö lið eiga kost á að verða deildarmeistarar, en það eru lið Hauka og ÍR.
 
O Haukar eiga heimaleik gegn Val. Ef Haukar sigra verða þeir deildarmeistarar óháð öðrum úrslitum.

O ÍR eiga útileik gegn Keflavík. ÍR þarf að ná í sigur í sínum leik til að jafna Hauka að stigum og treysta á að Haukar tapi og á sama tíma að Tindastóll vinni sinn leik til ÍR verði deildarmeistarar.

O ÍR á eingöngu möguleika á að verða deildarmeistari með því að liðin þrjú sem um ræðir séu jöfn og staða þeirra reiknast innbyrðis.


Hvorki Haukar né ÍR hafa orðið deildarmeistarar í sögunni með núverandi fyrirkomulagi Úrvalsdeildarinnar og síðan 8-liða úrslitakeppnin var tekið upp í árið 1995 og því ljóst að blað verður brotið í sögu KKÍ og félagsins sem verður deildarmeistari á núverandi tímabili annað kvöld.

Á sama tíma ræðst endanlega röð liða í deildinni og hvaða lið munu þá mætast í átta liða úrslitunum í ár. Lið 1, 2, og 3 4 eiga heimavallarréttinn í átta liða úrslitunum og mætir efsta lið deildarinnar liðinu í 8. sæti og sæti 2. fær liðið í 7. sæti og svo koll af kolli. Átta liða úrslitin í ár hefjast fimmtudaginn 15. mars og föstudaginn 16. mars.

Í undanúrslitum raðast liðin svo aftur upp, efsta liðið úr átta liða úrslitunum sem kemst áfram fær alltaf neðsta liðið sem kemst áfram.

Bæði í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum þarf að vinna þrjá leiki til að fara áfram í úrslitin þar sem aftur þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari Domino's deildar karla 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.