Viðskipti innlent

Sjá um gagnageymslur fyrir ríkisfyrirtæki

Samúel Karl Ólason skrifar
Linda Björk Waage framkvæmdastjóri rekstarþjónustu og innviða hjá Origo.
Linda Björk Waage framkvæmdastjóri rekstarþjónustu og innviða hjá Origo.

Ríkiskaup hefur samið við upplýsingatæknifyrirtækið Origo um gagnageymslur og varaaflgjafa fyrir ríkisfyrirtæki í kjölfar rammasamningsútboðs. Origo bauð allt að 30% lægri verð en kostnaðaráætlun Ríkiskaupa gerði ráð fyrir. Origo er jafnframt eina upplýsingatæknifyrirtækið sem er aðili að öllum rammasamningum Ríkiskaupa er varðar upplýsingatækni.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Eitt af markmiðum Origo er að vera vel í stakk búið að bregðast við síbreytilegum þörfum og þjóna viðskiptavinum betur með öflugum og hagkvæmum lausnum. Við teljum að slíkt hafi tekist í þessu tilviki,“ segir Linda Björk Waage framkvæmdastjóri Rekstarþjónustu og Innviða hjá Origo.

Linda segir að mikil aukning hafi orðið í eftirspurn eftir rekstrarþjónustu Origo, meðal annars sýni íslensk fyrirtæki útvistun á upplýsingatækni rekstri sínum ört vaxandi áhuga. Origo er nú komið með um 100 fyrirtæki í rekstarþjónustu í upplýsingatækni og 150 tæknimenn sem starfa í rekstrarþjónustu.

„Við munum halda áfram að efla þjónustuframboð Origo til hagsbóta fyrir ríkisfyrirtæki sem og aðra viðskiptavini, svo sem í kringum rekstrarþjónustu og tæknibúnað, þá gjarnan með samþættingu á öðrum lausnum í upplýsingatækni,“ segir hún enn fremur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836